image description

Námssamningar

IÐAN rekur umfangsmikla þjónustu við nemendur í verknámi. Fyrirtækið sér um gerð námssamninga og heldur utan um skrár yfir nemendur í vinnustaðanámi fyrir um 30 löggiltar iðngreinar.

Þjónusta IÐUNNAR fræðsluseturs felst í því að taka á móti umsóknum um gerð námssamninga, meta fylgigögn og áætla námslok nema. Samningsaðilar fá námssamninga senda. Þegar nemi og meistari hafa skrifað undir samninginn og hann verið samþykktur af skólanum er hann staðfestur af IÐUNNI fræðslusetri.

Í töflunni hér fyrir neðan er yfirlit yfir fjölda námssamninga sem staðfestir hafa verið síðustu ár:

 

Námssamningar og sveinspróf | Sveinspróf