Ársskýrsla

IÐUNNAR fræðsluseturs 2020-2021

 

Fræðslustarf og þjónusta

Á starfsárinu voru haldin 298 námskeið á fimm fræðslusviðum auk námskeiða fyrir alla. Þetta eru nokkuð færri námskeið en undanfarin starfsár IÐUNNAR fræðsluseturs.

Náms- og starfsráðgjöf

Starfsfólki í iðn- og verkgreinum býðst náms- og starfsráðgjöf hjá IÐUNNI til að skoða möguleika sína í námi og starfsþróun. Markmið ráðgjafarinnar er að stuðla að auknum árangri í námi og starfi og er ráðgjöfin gjaldfrjáls.

Náms- og starfsráðgjafar IÐUNNAR eru fjórir og hafa þeir sinnt raunfærnimati og náms- og starfsráðgjöf en að auki tekið þátt í verkefninu Fræðslustjóri að láni og farið í fyrirtækjaheimsóknir. Jafnframt er náms- og starfsráðgjöfin þátttakandi í verkefninu VISKA sem er Erasmus KA3 stefnumótunarverkefni.

Námssamningar og sveinspróf

IÐAN rekur umfangsmikla þjónustu við nemendur í verknámi. IÐAN sér um gerð námssamninga og heldur utan um skrár yfir nemendur í vinnustaðanámi fyrir um 30 löggiltar iðngreinar. Jafnframt veitir IÐAN sveinsprófsnefndum þessara löggiltu iðngreina þjónustu með skráningu nemenda í sveinspróf, við undirbúning prófa og aðstoð við gerð verklagsreglna um framkvæmdprófa. 

Ýmis verkefnavinna

IÐAN fræðslusetur kemur að ýmsum alþjóðlegum verkefnum, m.a. í tengslum við Erasmus+ áætlunina. Má þar nefna verkefni sem tengjast námsmannaskiptum og tilrauna og rannsóknaverkefni um aukinn sýnileika á starfshæfni innflytjenda. 

 

IÐAN fræðslusetur >