image description

Vinnustaðanámssjóður

Vinnustaðanámssjóður er starfræktur samkvæmt lögum nr. 71/2012 um vinnustaðanámssjóð. Markmið styrkja til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Styrkir til vinnustaðanáms eru veittir á grundvelli ákvörðunar um framlög á fjárlögum hvers árs. 

Markmiðið með styrkjunum er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að hefja og/eða ljúka því. Rétt til að sækja um styrk eiga fyrirtæki eða stofnanir sem bjóða vinnustaðanám sem fer fram samkvæmt ákvæðum aðalnámskrár framhaldsskóla og hafa á að skipa hæfum tilsjónaraðila sem ber ábyrgð á námi nemanda á vinnustað. Umsækjendur skulu uppfylla almenn skilyrði gildandi reglugerðar um námssamninga og starfsþjálfun hvað varðar hæfi til að annast nemendur í starfsnámi. Mennta- og menningarmálaráðuneytið fól Rannís að halda utan um umsóknarferlið og auglýsa styrkina haustið 2013. Styrkirnir eru auglýsir einu sinni á ári, yfirleitt í nóvember ár hvert. 

Árið 2019 fengu 116 fyrirtæki styrki fyrir 470 nema. Hér að neðan er hægt að sjá hvernig styrkirnir skiptust á iðngreina.

Iðngrein Nemar Vikur
Bakaraiðn 30 1.041
Bifreiðasmíði 6 236
Bifvélavirkjun 36 1.032
Bílamálun 4 102
Blikksmíði 4 84
Fataiðn 7 75
Framreiðsla 32 970
Gull- og silfursmíði 4 137
Hársnyrtiiðn 20 477
Húsasmíði 78 2.299
Húsgagnasmíði 1 22
Kjötiðn 3 136
Málaraiðn 3 81
Matreiðsla 158 5.272
Múraraiðn 8 180
Pípulagnir 26 890
Snyrtifræði 23 498
Stálsmíði 8 220
Vélvirkjun 19 497
     
Samtals 470 14.249

 

Hlutverk IÐUNNAR er að staðfesta að vinnustaðurinn uppfylli skilyrði um nemaleyfi, að fyrir liggi staðfesting þess að neminn sé á námssamningi og í vinnustaðanámi. Að lokinni greiningu á umsóknum eru upplýsingar sendar til Rannís sem svarar umsækjendum. IÐAN annast síðan útborgun styrkja í umboði Rannís samkvæmt úthlutunarreglum. Að lokinni úthlutun sendir IÐAN yfirlit um afgreiðslu styrkja.

Sveinspróf | Ýmis verkefnavinna