Ýmis verkefnavinna
Eftirvænting í loftinu
Ævintýri, skynjun og framtaksemi einkenna iðnnema og nýsveina sem taka þátt í Erasmus+ (KA1) verkefnum IÐUNNAR. Það er eftirvænting í loftinu, nemar og nýsveinar ásamt leiðbeinendum og nefndarfólk IÐUNNAR munu vonandi fljótlega geta náð sér í aukna þekkingu og reynslu sjálfum sér og samfélaginu til góða. Næstu ár munum við leggja meiri áherslu á græna færni, stafræna þróun og tækifæri án aðgreiningar. Frekari upplýsingar um nýju áætlunina og væntingar IÐUNNAR má hlusta á í kaffispjalil IÐUNNAR Kaffispjall með Margréti Jóhannsdóttur sérfræðingi hjá RANNÍS um nýja menntaáætlun Evrópusambandsins - YouTube
Þrátt fyrir Covid-19 fóru iðnnemar og nýsveinar til Noregs, Danmerkur og Ungverjalands en ekki var tekið á móti evrópskum iðnnemum né öðrum erlendum gestum á tímabilinu. Ætlunin var að blása til sóknar hvað varðar námsheimsóknir leiðbeinenda og nefndamanna sem er löngu tímabær en færist nú fram til ársins 2022. Erasmus+ KA2 verkefnin Nýsköpun í kennslu, þjálfun og matsaðferðum og Fyrirmyndar meistarar/tilsjónarmenn í starfsnámi eru Evrópuverkefni sem hafa verið unnin í fjarvinnu. Sú vinna hefur verið mikil áskorun og eru aðilar sammála að ekkert kemur í staðinn fyrir raunaðstæður þótt að tækifæri séu vissulega til staðar varðandi fjarvinnu.
Við finnum að iðnnemarnir og nýsveinum okkar þyrstir í að afla sér reynslu og þekkingar erlendis og samstarfsfólk okkar í náms- starfsmannskiptum er að óska eftir starfsþjálfunarplássum. IÐAN tók þátt í Evrópsku starfsmenntavikunni. Okkar framlag voru viðtöl við iðnnema og nýsveina sem hafa tekið þátt í námsmannaferðum okkar. Fólkið okkar er samfélagsþenkjandi, er umhugað um umhverfið og dreymir um ævintýri. Best er að heyra beint í okkar fólki sem hefur farið í námsferðir IÐUNNAR.
Lætur sig dreyma um framtíðar ævintýri - Iðan - Samfélagslega þenkjandi húsasmiður í ævintýrum í Evrópu (idan.is)
Að vera hluti af samfélagi sem maður elskar - Iðan - Ævintýri í Evrópu (idan.is)
Eitthvað sem allir iðnnemar og nýsveinar ættu að kynna sér - Listen to Erasmus er eitthvað sem allir iðnnemar og nýsveinar ættu að kynna sér. by IÐAN - Augnablik í iðnaði in Alþjóðaverkefni playlist online for free on SoundCloud
Af hverju er snjallvæðing og stafræn umskipti mikilvæg?
Umhverfi okkar hefur verið að taka breytingum síðustu misseri með tilliti til stafrænna umskipta. Það má segja að um byltingu sé að ræða sem hefur bæði áhrif á störf okkar og umhverfi. Heimsfaraldurinn Covid-19 hefur haft áhrif á tilveru okkar allra með miklum breytingum. Því er mikilvægt að sofna ekki á verðinum og vera fljót að aðlaga starfsemina að breyttum veruleika.
Snjallvæðing og tækniþróun er bylting sem einstaklingar og fyrirtæki eru að reyna ná utan um og skilja. Þessi bylting kallast í dag, stafræn umbreyting. IÐAN hefur undanfarin misseri byggt upp stafrænt námsskipulag fyrir námskeiðahald. Framleiðsla á vefnámskeiðum, fræðslumolum á netinu, hlaðvarpi og námskeið í streymi hefur tekið miklum framförum. Þessi vinna leiddi til endurskoðunar á birtingamynd ýmissa ferla í starfseminni og má þar nefna útgáfu og virði viðurkenningaskírteina sem þátttakendur fá þegar námskeið eru sótt hjá IÐUNNI. Því var ákveðið var að þróa stafrænar viðurkenningar. Markmiðið með umbreytingunni er að þróa stafrænar viðurkenningar fyrir námskeiðahald - Stafrænt Mark IÐUNNAR.
Stafræn viðurkenning (Digital Credentials) hvað er nú það?
Það er ekki til eitt svar við þessu. Umræðan og viðfangsefnið sem og tenging við kennslufræði er ný og tilraunakennd. Hún tengist því að gera færni, hæfni og þekkingu einstaklinga sýnilega í stafrænum heimi. Umræðan hér snýst um notkunarmöguleika, áreiðanleika og virði stafrænna viðurkenninga.
Tilgangurinn með því að umbreyta og þróa stafrænt viðurkenningarferli er að endurbæta ferla og tæknilegar lausnir við námskeiðahald. Með því verður birtingamynd námskeiða verðmætari og sýnilegri sem leiðir til útgáfu stafrænna skírteina; Stafrænt mark IÐUNNAR.
Verðmætari viðurkenningarskírteini
Undanfarið ár hefur IÐAN þróað og hafið fyrsta fasa innleiðingar á útgáfu stafrænna skírteina, og eru þar með brautryðjendur. Með því að innleiða stafrænar viðurkenningar mun félagið öðlast sterkari stöðu á markaði sem fræðslusetur, þátttakendur munu njóta þess að fá verðmætari skírteini. IÐAN mun geta nýtt útgáfu stafrænna merkja til að auglýsa sig og sína þjónustu samhliða útgáfu skírteina.
Stafræn viðurkenning er staðfesting á árangri af ýmsu tagi sem gera má sýnilega á stafrænum miðlum. Þessi sýnileiki getur haft ákveðið upplýsingagildi fyrir einstaklingin og fyrir þá sem veita stafrænar viðurkenningar. Jafnvel sýnilega neytendavernd. Stafrænar viðurkenningar verða að vera vottaðar af þriðja aðila. Vottun þarf að liggja fyrir hjá þeim sem veita stafrænar viðurkenningar og mælikvarðar þurfa að liggja að baki.
Upplýsingar eru verðmætar
IÐAN mun geta nýtt upplýsingar betur og það er hægt að gera með því að nýta inntak viðskiptagreindar (BI intelligence). Spyrja þarf hvaða upplýsingar gætu dregið úr kostnaði, aukið tekjur, styrkt stöðu IÐUNNAR eða hjálpað við nýsköpun. Gagnsæi og aðgengi að upplýsingum er bætt fyrir viðskiptivini, samfélag og samstarfsfólk. Þessi umræða undirstrikar virði símenntunar og þörfina fyrir aukna verðmætasköpun og þeim möguleikum sem gæti skapast við útgáfu starfrænna skírteina fyrir þátttakendur og fyrirtæki.